13. febrúar 2025
Umsókn um byggðakvóta 2024/2025 (1)
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025.
Auglýst er eftir umsóknum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025.
Úthlutað er fyrir:
Hólmavík
Leiðbeiningar:
Sækja skal um byggðakvóta í gegnum umsóknagátt. Til þess að opna umsóknagáttina þarf að nota rafræn skilríki útgerðaraðila. Fylla skal út allar upplýsingar sem beðið er um.
Þegar sótt er um í sveitarfélagi þar sem er vinnsluskylda þarf yfirlýsing um vinnslu afla að vera undirrituð og staðfest af sveitarfélaginu og henni skilað skilað til Fiskistofu svo úthlutun geti farið fram.
Niðurstaða umsóknar verður eingöngu birt í pósthólfi umsækjanda inn á Ísland.is
Óski umsækjandi eftir bréfi með öðrum leiðum þarf að senda beiðni um slíkt á fiskistofa@fiskistofa.is.
Umsóknafrestur er til og með 27. febrúar 2025.
Nánari upplýsingar um byggðakvóta og umsóknargátt.

