9. apríl 2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um strandveiðileyfi
Umsóknarfrestur er til miðnættis 22. apríl og ekki verður hægt að sækja um eftir að umsóknarfresti lýkur.
Strandveiðar hefjast þriðjudaginn 5. maí næst komandi og gildir reglugerð um strandveiðar um veiðarnar ásamt reglugerð um (1.) breytingu á reglugerðinni.
Hagnýtar upplýsingar um umsóknarferlið:
Sótt er um strandveiðileyfi í gegnum stafrænt umsóknarkerfi á Ísland.is.
Einstaklingur sem er skráður útgerðaraðili eða prókúruhafi útgerðaraðila getur sótt um leyfi með rafrænum skilríkjum.
Hægt er að velja upphafsdag strandveiða.
Greitt er fyrir leyfið í umsóknarferlinu og er mikilvægt að klára umsóknarferlið með því að ýta á áfram eftir að greitt hefur verið fyrir leyfið.
Við gildistöku er leyfið sent í pósthólf viðkomandi á Ísland.is.
Afgreiðsla leyfisumsókna getur tafist ef Fiskistofu skortir upplýsingar um eigendur skipa og útgerðaraðila.
Hægt er að sækja um leyfi þó að skip sé ekki með haffæri en leyfið er veitt þegar haffæri er komið á skipið og öll önnur skilyrði uppfyllt.
Allar helstu upplýsingar um veiðarnar má finna á vef Fiskistofu í grein um strandveiðar.
Mikið álag er á starfsmönnum stofnunarinnar í upphafi strandveiðivertíðar og beinum við því til aðila að senda erindi og fyrirspurnir varðandi strandveiðar á tölvupóstfangið fiskistofa@fiskistofa.is fremur en að hringja.
Fyrirspurnir um skil aflaupplýsinga skal senda á tölvupóstfangið: afladagbok@fiskistofa.is.
