Fara beint í efnið
Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Styttist í hlutdeildarsetningu á grásleppu

6. desember 2024

Vinna við undirbúning hlutdeildarsetningar fyrir grásleppu sem áætluð er að verði í lok janúar er í fullum gangi og því viljum við minna á nokkur atriði.

viti

Hlutdeildarsetningin tekur mið af veiðum á árunum 2018, 2019, 2021 og 2022 og telja þrjú bestu árin þegar hlutdeildin er reiknuð út, en Fiskistofu er ekki heimilt að miða við önnur ár.

Áður en til hlutdeildarsetningar kemur er í einhverjum tilvikum hægt að flytja veiðireynslu á milli skipa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þrátt fyrir að ekki sé lengur hægt að flytja grásleppuréttindi á milli skipa.

Athugið

  • Skila þarf eyðublaði vegna flutnings á veiðireynslu til Fiskistofu ásamt nauðsynlegum fylgigögnum eigi síðar en 2. janúar 2025.

  • Eftir hlutdeildarsetningu festist hlutdeild og aflamark við veiðisvæðið sem skipið er skráð á, miðað við heimahöfn skips samkvæmt skipaskrá Samgöngustofu.

  • Óheimilt er að flytja hlutdeildir í grásleppu milli skipa fyrir 31. ágúst 2026, nema verið sé að gera ráðstafanir til að koma þeim skipum sem fá umfram 1,5%, í lögbundið hámark.

  • Veiðiskylda verður á grásleppu á sama hátt og á öðrum kvótabundnum tegundum.

Við hvetjum aðila til að kynna sér vel framkvæmd hlutdeildarsetningarinnar. Allar upplýsingar um áætlun hlutdeildar, framkvæmd, flutning veiðireynslu ásamt eyðublaði vegna flutnings er að finna á síðu um grásleppuveiðar.

Grásleppuveiðar

Ef þú hefur spurningar eða þarft frekari upplýsingar varðandi úthlutunina, getur þú haft samband við Fiskistofu í gegnum netfangið fiskistofa@fiskistofa.is.