Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Störf á veiðieftirlitssviði

1. desember 2025

Fiskistofa óskar eftir að ráða starfsfólk í þrjú stöðugildi á veiðieftirlitssviði á starfsstöðvum stofnunarinnar, tvö í Hafnarfirði og eitt í Vestmannaeyjum.

Fiskistofa leitar að drífandi, lausnamiðuðu og metnaðarfullu fólki sem hefur áhuga og reynslu af sjávarútvegi. Við leitum að umsækjandum með góða grunnþekkingu á starfsemi sjávarútvegs og vilja til að tileinka sér stafrænar lausnir sem styðja við eftirlitsstarfið.

Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit á sjó: Eftirlitsferðir með skipum af öllum stærðum og gerðum með leyfi til veiða í efnahagslögsögunni, þar á meðal ein sjóferð á vinnsluskipi á ári. Í eftirlitsferðum á sjó er meðal annars fylgst með brottkasti, framkvæmdar lengdarmælingar á fiski og öðrum sjávarlífverum. Fylgt eftir skráningu í afladagbók og gerðar tillögur um lokanir veiðisvæða.

  • Eftirlit í landi: Eftirlit með löndun og vigtun afla á hafnarvog og hjá vigtunarleyfishöfum. Lengdarmælingar, skráning gagna og úttektir á afurðum vinnsluskipa. Notkun fjarstýrðra loftfara.

  • Skrifstofustörf: Skýrslugerð, greining myndefnis, skráning gagna og vinnsla upplýsinga vegna brotamála.

  • Önnur verkefni: Á starfssviði eftirlits eru einnig verkefni tengd lax og silungsveið í sjó ásamt eftirliti með malartekju í veiðivötnum.

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi.

  • Haldgóð reynsla og þekking á sjávarútvegi.

  • Reynsla af sjómennsku.

  • Góð tölvukunnátta.

  • Góð íslenskukunnátta.

  • Góð enskukunnátta er kostur.

  • Hæfni til að vinna með starfrænar upplýsingar og myndefni er kostur.

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og hæfni í teymisvinnu.

  • Líkamleg og andleg geta til að sinna fjölbreyttum verkefnum.

  • Hreint sakavottorð.

Við bjóðum upp á

  • Fjölbreytt og áhugavert starfsumhverfi.

  • Tækifæri til þróunar í starfi og þátttöku í framúrskarandi liðsheild.

Allar nánari upplýsingar um störfin er að finna á Starfatorgi: störf í eftirliti í Hafnarfirði og starf í eftirliti í Vestmannaeyjum.