Starf sérfræðings á skrifstofu fiskistofusjóra á Akureyri
13. janúar 2026
Fiskistofa óskar eftir að ráða sérfræðing á skrifstofu fiskistofusjóra á Akureyri

Við leitum að fjölhæfum, metnaðarfullum, sjálfstæðum, drífandi og jákvæðum einstaklingi með fjölbreytta og breiða þekkingu og reynslu.
Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun. Starfsumhverfið er metnaðarfullt og er lögð mikil áhersla á að byggja upp trausta liðsheild.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starf sérfræðings á skrifstofu fiskistofustjóra er afar fjölbreytt og felst í aðstoð við verkefni skrifstofunnar sem tengjast fjármálum, gæðamálum og mannauðsmálum ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Mjög góð almenn tölvukunnátta.
Góð íslenskukunnátta.
Grunnþekking á fjármálum og mannauðsmálum skilyrði.
Grunnþekking á gæðastjórnun æskileg.
Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
Góð enskukunnátta er kostur.
Greiningarfærni og talnagleggni.
Sjálfstæði, fagmennska og nákvæmni í vinnubrögðum.
Sanngirni og háttvísi.
Mjög góð hæfni í hópastarfi og samskiptum nauðsynleg.
Hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2026 og allar nánari upplýsingar er að finna á Starfatorgi.
