Fara beint í efnið

Heimild til hlétöku á grásleppuveiðum

5. mars 2024

Á tímabilinu 1. til 20. mars getur bátur gert eitt hlé á veiðum fram yfir 20. mars.

viti

Þessi breyting er gerð samkvæmt breytinga reglugerð (1) um hrognkelsaveiðar árið 2024.

Þeir aðilar sem ætla að nýta sér heimildina tilkynna hléið ásamt staðfestingu á að öll net hafi verið dregin upp á netfangið grasleppa@fiskistofa.is.

Hafa þarf í huga:

  • Síðasti dagur til að óska eftir hléi er 20. mars

  • Þann 21. mars hefjast samfelldir veiðidagar að frádregnum þeim dögum sem þegar hafa verið notaðir.

  • Þeir bátar sem hafa óskað eftir hléi, hjá þeim byrja dagar að telja þegar báturinn hefur veiðar aftur.

Allar nánari upplýsingar um reglur, skilyrði og tilhögun veiðanna má nálgast í grein um Grásleppuveiðileyfi.