Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
6. desember 2023
Í dag var flutt í Hæstarétti mál um ákvarðanir fjármálaráðherra um laun dómara. Allir dómarar Hæstaréttar viku sæti í málinu.
Hinn 10. nóvember sl. samþykkti stjórn dómstólasýslunnar reglur um afhendingu og aðgang að hljóð- og myndupptökum héraðsdómstóla og Landsréttar. Reglurnar taka gildi 1. janúar 2023.
30. nóvember 2023
Nemendur úr Kvennaskólanum í Reykjavík ásamt kennara sínum, Guðrúnu Erlu Sigurðardóttur lögfræðingi, komu í heimsókn í Hæstarétt í vikunni.
28. nóvember 2023
Hinn 29. september 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið lausa til umsóknar setningu í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Átta umsóknir bárust um embættið.
20. nóvember 2023
Hinn 1. september 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar tvö embætti dómara með fyrstu starfsstöð við héraðsdóm Reykjavíkur. Níu umsóknir bárust um þessi tvö embætti.
30. ágúst 2023
Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm.
27. júlí 2023
Dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september 2023.
14. júlí 2023
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra heimsótti nýlega dómstólasýsluna. Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Sigurður Tómas Magnússon, formaður stjórnar dómstólasýslunnar tóku á móti dómsmálaráðherra og samstarfsfólki.
10. júlí 2023
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Ásgerðar Ragnarsdóttur, setts landsréttardómara, í embætti dómara við Landsrétt frá 21. ágúst 2023.
25. maí 2023
Dómstólasýslan hefur gengið frá ráðningu Jóns Björgvinssonar í starf sérfræðings í upplýsingatækni.