Fara beint í efnið
Dómstólar Forsíða
Dómstólar Forsíða

Dómstólar

Ráðstefna norrænna dómara haldin í Reykjavík

10. maí 2024

Ráðstefna á vegum SEND (Samarbetsorganet för Efterutbildning av Nordens Domare) um virka stjórnun á rekstri einkamála var haldin í Reykjavík dagana 6. – 8. maí. Fjallað var um efnið frá ýmsum hliðum, einnig frá hlið lögmanna og hvernig framtíðin gæti litið út með aukinni tækniþróun og gervigreind.

SEND ráðstefna í Reykjavík

Ráðstefna á vegum SEND (Samarbetsorganet för Efterutbildning av Nordens Domare) um virka stjórnun á rekstri einkamála var haldin í Reykjavík dagana 6. – 8. maí. Fjallað var um efnið frá ýmsum hliðum, einnig frá hlið lögmanna og hvernig framtíðin gæti litið út með aukinni tækniþróun og gervigreind.

Ráðstefnuna sóttu um fimmtíu dómarar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Finnlandi auk Íslands. Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, var ráðstefnustjóri. Undirbúningur ráðstefnunnar var í höndum Dómstólasýslunnar, Hrafnhildar Stefánsdóttur og Eddu Laufeyjar Laxdal og undirbúningshóps fimm norrænna dómara sem Hildur Briem héraðsdómari leiddi.

Fastur liður í slíkum ráðstefnum er heimsókn í dómstól. Hópurinn heimsótti að þessu sinni Hæstarétt þar sem Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar, Björg Thorarensen hæstaréttardómari og Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri tóku á móti ráðstefnugestum, sýndu húsakynni Hæstaréttar og sögðu frá starfseminni.

Á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni voru Kristín Benediktsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, Stefán A. Svensson, lögmaður, Hörður Helgi Helgason, lögmaður, Arnaldur Hjartarson og Helgi Sigurðsson héraðsdómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Almenn ánægja var með ráðstefnuna og voru þátttakendur sammála um mikilvægi þess að dómarar á Norðurlöndum hittist, ræði og fræðist um sameiginleg álitaefni.

SEND hefur frá árinu 1989 skipulagt og haldið námskeið fyrir dómara á Norðurlöndunum. Markmið SEND er að vinna í sameiningu að þjálfun og símenntun dómara sem byggir á sameiginlegri hefð hins norræna réttarkerfis. Ætlunin er að þjálfa jafnt dómara í hlutverki sínu sem og dómstjóra og aðra stjórnendur í þeirra störfum.