Fara beint í efnið
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Verklag við beitingu neyðarráðstafana

Meginregla barnaverndarlaga er sú að viðhafa skuli ákveðna málsmeðferð áður en gripið er til þvingunarúrræða, svo sem að leiðbeina aðilum, kynna þeim gögn og gefa þeim kost á að tjá sig. Ef ljóst þykir að barni stafi hætta af því að fara þessa leið er hægt að grípa strax til ráðstöfunar sbr. 31. gr. barnaverndarlaga.

Þær ráðstafanir sem hér koma aðallega til skoðunar eru þær sem varða töku barns af heimili eða kyrrsetningu þess á stað þar sem það er. Hér geta þó komið til álita allar ráðstafanir barnaverndarþjónustu sem annars þyrfti að úrskurða um, svo sem að stöðva för barns úr landi eða stöðva umgengni við barn í fóstri.

Verklag við beitingu neyðarráðstafana skv. 31. gr. barnaverndarlaga