Fara beint í efnið
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Könnun máls þegar grunur leikur á líkamlegu ofbeldi forsjáraðila eða heimilismanns gagnvart barni

Líkamlegt ofbeldi er ofbeldi sem beint er að börnum og hefur leitt til þess að barnið skaðast andlega og/eða líkamlega eða er líklegt til þess.

Barnið getur borið merki ofbeldisins eins og t.d. marbletti, brunasár eða beinbrot sem barnið og/eða foreldrar reyna að fela og eiga erfitt með að útskýra á trúverðugan hátt. Hins vegar er ekki alltaf um sjáanlega áverka að ræða, jafnvel þó að um alvarlegt ofbeldi sé að ræða. Líkamlegar refsingar teljast til líkamlegs ofbeldis, enda er slíkt til þess fallið að valda börnum andlegu og líkamlegu tjóni.

Verklag við könnun máls