Fara beint í efnið
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Jafnréttisáætlun Barna og fjölskyldustofu 2022-2024

Byggð á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna

Jafnréttisáætlun þessi nær til allrar starfsemi Barna- og fjölskyldustofu, óháð starfsstöð og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í jafnréttislögum. Forstjóri, framkvæmdastjórar og forstöðumenn hjá Barna- og fjölskyldustofu bera ábyrgð á að henni sé framfylgt og skuldbinda sig til að hafa hana að leiðarljósi við stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð á vegum stofnunarinnar. Áætlunin er endurskoðuð á tveggja ára fresti og samþykkt af framkvæmdastjórn.

Leiðarljós

Að Barna- og fjölskyldustofa sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt í hvívetna.

Meginmarkmið og aðgerðaáætlun

Launajafnrétti

Barna- og fjölskyldustofa gætir fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Allt starfsfólk fær greidd jöfn laun og njóta sambærilegra kjara fyrir jafnverðmæt störf.

Markmið

Að konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í Þjóðskrá fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Jafnlaunavottun – innleiðing og starfsræksla á jafnlaunastaðli.

Framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs.

Júní ár hvert.

Framkvæma launagreiningu og greina laun og hlunnindi starfsfólks til að kanna hvort um kynbundinn launamun er að ræða.

Framkvæmdastjóri fjármálaog mannauðssviðs og fjármálastjóri.

Apríl ár hvert.

Leiðrétta óútskýranlegan mun á launum karla, kvenna eða fólki með hlutlausa skráningu kyns í Þjóðskrá.

Framkvæmdastjórn.

Maí ár hvert.

Laus störf, starfsþjálfun og endurmenntun

Barna- og fjölskyldustofu miðar að því að gæta fyllsta jafnréttis við ráðningu í nýtt starf og að val á starfsmanni sé óháð kyni. Auglýst störf skulu standa öllum kynjum opin til umsóknar. Sá umsækjandi sem metinn er hæfastur til þess að gegna starfinu skal ráðinn án tillits til kynferðis.

Við úthlutun ábyrgðar, verkefna og skipan í nefndir og stjórnir á vegum Barna- og fjölskyldustofu skal eftir því sem við verður komið, leitast við að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Óheimilt er að mismuna starfsmönnum á grundvelli kynferðis þegar kemur að stöðuhækkunum, stöðubreytingum, uppsögnum, vinnuaðstæðum og vinnuskilyrðum. Jafnframt er óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á réttindi og framþróun í starfi.

Markmið:

Starfsfólki gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu óháð kyni.

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Samantekt á fjölda yfirvinnutíma og forföllum vegna veikinda skoðuð með tillitil til kynferðis ásamt því að teknar eru saman upplýsingar um hlutfall kynja í hlutastörfum

Framkvæmdastjóri fjármálaog mannauðssviðs.

Janúar ár hvert.

Öllu nýju starfsfólki kynnt þann rétt sem þau eiga varðandi foreldra- og fæðingarorlof og leyfi vegna veikinda barna við ráðningu, óháð kyni.

Framkvæmdastjórar og forstöðumenn.

Á fyrstu viku í starfi

Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni

Það er stefna Barna- og fjölskyldustofu að starfsmenn umgangist hvern annan af kurteisi og virðingu ásamt því að þeir sýni skjólstæðingum og samstarfsaðilum kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi verður undir engum kringumstæðum umborin á vinnustaðnum.

Markmið

Koma í veg fyrir skaðlega vinnustaðamenningu og koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni.

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Reglubundin fræðsla fyrir stjórnendur og starfsfólk um einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni.

Framkvæmdastjóri fjármálaog mannauðssviðs.

Yfirfarið árlega í september.

Viðbrögð við einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi

  1. Starfsmaður sem telur sig eða samstarfsmann hafa orðið fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi skal snúa sér hið fyrsta til næsta yfirmanns, hvort sem það er forstöðumaður eða framkvæmdastjóri, og tilkynna um atvikið. Ef næsti yfirmaður er gerandi málsins eða sinnir því ekki skal starfsmaðurinn leita til framkvæmdastjóra fjármála- og mannauðssviðs eða trúnaðarmanns. Lögð er áhersla á að leysa málið hið fyrsta og koma í veg fyrir frekara einelti, áreitni eða ofbeldi.

  2. Málsmeðferð er ákveðin í samráði við meintan þolanda og getur verið óformleg eða formleg.

a. Óformleg málsmeðferð felur í sér að leitað er upplýsinga hjá meintum þolanda og honum veittur stuðningur með trúnaðarsamtali eða ráðgjöf. Aðrir innan vinnustaðarins eru ekki upplýstir um málið.

b. Formleg málsmeðferð felur í sér að gerð er hlutlaus athugun á málsatvikum. Rætt er við meintan þolanda, meintan geranda og aðra sem veitt geta upplýsingar um málið. Mikilvægt er að leita upplýsinga um tímasetningar og fá fram gögn ef einhver eru s.s. tölvupósta, sms-skilaboð eða annað.

  • Ef niðurstaða formlegrar athugunar er að um einelti, áreitni eða ofbeldi sé að ræða: Þolandi fær frekari stuðning. Gerandinn fær leiðsögn og aðvörun. Gefa þarf skýr skilaboð um að einelti, áreitni eða ofbeldið beri að stöðva og ábyrgðin liggi hjá gerandanum. Fundin er lausn sem m.a. getur falist í breytingum á vinnustaðnum, vinnubrögðum eða vinnuskipulagi. Málinu er fylgt eftir og rætt við aðila þess reglulega. Fylgst er með samskiptum aðila málsins. Láti gerandi ekki segjast og viðheldur eineltinu, áreitninni eða ofbeldinu getur það leitt til áminningar skv. 21. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

  • Niðurstaða formlegrar athugunar er að ekki sé um einelti, áreitni eða ofbeldi er að ræða: Leitað verður leiða til að leysa þann ágreining sem kvörtunin snérist um.

Eftirfylgni og kynning

Jafnréttisáætlun þessi skal kynnt fyrir öllum nýjum starfsmönnum þegar þeir taka til starfa og rifjuð upp reglulega á starfsmannafundum. Jafnframt er hún birt á heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu.

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Nýjum starfsmönnum kynnt Jafnréttisáætlun og jafnlaunastefna Barna- og fjölskyldustofu.

Forstöðumenn og framkvæmdastjórar.

Á fyrstu viku í starfi.

Jafnréttisáætlun og jafnlaunastefan send á alla starfsmenn og helstu niðurstöður aðgerða kynntar.

Framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs

Febrúar ár hvert.

Jafnréttisáætlun og jafnlaunastefna kynntar og rifjaðar upp á starfsmannafundum.

Forstöðumenn og framkvæmdastjórar.

Reglulega a.m.k. tvisvar á ári.

Samþykkt af framkvæmdastjórn Barna- og fjölskyldustofu 17. maí 2022