Fara beint í efnið
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Gerð áætlunar um trygga umsjá barns

Leiðbeiningar við gerð áætlunar um trygga umsjá barns skv. 1. mgr. 33. gr. barnaverndarlaga og 25. gr. reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd nr. 56/2004.

Eftirfarandi liðir þurfa að koma fram í 33. greinar áætlun um trygga umsjá barns. Barna- og fjölskyldustofa mælir með því að uppsetning áætlunar sé með eftirfarandi hætti:

  1. Nafn barns og nöfn forsjáraðila, kennitölur og heimilisföng (a-liður 25. gr.)

  2. Ákvörðun um vistun og fyrirhuguð tímalengd vistunar (b-og f-liðir 25. gr.)

  3. Umsjá/forsjá (c-liður 25. gr.)

  4. Hvers konar vistun er fyrirhuguð (e-liður 25. gr.)

  5. Markmið með vistun (d-liður 25. gr.)

  6. Stuðningur við barnið og aðra (g-liður 25. gr.) Einnig þarf að dagsetja áætlun og starfsmaður þarf að skrifa undir hana.

(Ath: Þegar fyrirhugað er að barn fari á meðferðarheimili þarf ekki að telja upp þann stuðning sem veita á þar heldur er nóg að vísa til þeirrar þjónustu sem meðferðarheimilið mun veita).