Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Tilkynningum fjölgar til barnaverndar á fyrstu þremur mánuðum ársins

22. september 2025

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta skv. sískráningu barnaverndar á fyrstu þremur mánuðum áranna 2023, 2024 og 2025.

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta skv. sískráningu barnaverndar á fyrstu þremur mánuðum áranna 2023, 2024 og 2025.

Tilkynningum til barnaverndarþjónusta fjölgaði um 12,5% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 miðað við sama tímabil árið á undan. Fjöldi tilkynninga á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 var 5.020 en 4.462 á sama tímabili árið áður. Tilkynningum fjölgaði í öllum landshlutum, sé miðað við fyrstu þrjá mánuði ársins 2025, mest á landsbyggðinni eða um 21.5% en minnst í Reykjavík eða um 2,2. Flestar tilkynningar á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 voru vegna vanrækslu líkt og árin á undan. Tilkynningum vegna vanrækslu fjölgaði um 5,3% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 sé miðað við sama tímabil árið 2024. Tilkynningum um ofbeldi gegn börnum fjölgaði um 16,8% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 og tilkynningum um áhættuhegðun barns fjölgaði um 17,1% sé miðað við sama tímabil árið á undan.

Samanlagður fjöldi barna sem tilkynnt var um á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 var 3.643 börn en sambærilegur fjöldi fyrir árið á undan var 3.329 börn. Þess ber að geta að tölur um fjölda barna sem tilkynnt var um eru fengnar þannig að fjöldi barna sem tilkynnt var um í hverjum mánuði fyrir sig er lagður saman. Tilkynningar geta borist um sama barnið á milli mánaða, þannig að hér er ekki alltaf um að ræða fjölda einstaklinga yfir ákveðið tímabil heldur samanlagðan heildarfjölda barna í hverjum mánuði fyrir sig.