Fara beint í efnið
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna!

20. september 2024

Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að verkefni Samvinnu eftir skilnað (SES) eru komin til Barna- og fjölskyldustofu.

SES og BOFS - Júní 2024

Starfsemi SES er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða stafrænan fræðsluvettvang fyrir foreldra sem haldið er úti á vefsíðunni www.samvinnaeftirskilnad.is og hins vegar er um að ræða faglegt efni og þjálfun fagfólks í sérhæfðri foreldra- og skilnaðarráðgjöf eftir hugmyndafræði SES.

Verkefnið Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna er nýstárleg nálgun í uppeldis- og skilnaðarráðgjöf á stafrænu formi. Aðferðin er gagnreynd, studd rannsóknum og klínískri beitingu, ásamt reynslu bæði foreldra og fagfólks. Hugmyndafræði SES byggir á heildarsýn á fjölskyldusamskipti þar sem tilgangurinn er að efla foreldrasamvinnu í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita með vellíðan og hagsmuni barna að leiðarljósi. Auk þess er um að ræða sérhæft námsefni og verkfæri fyrir fagfólk til að nota í daglegum störfum sínum með umræddum fjölskyldum.

SES fellur vel að markmiðum Barna- og fjölskyldustofu og þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar liggja og tengjast þjónustu í þágu barna og fjölskyldna á grundvelli ýmissa laga. Ljóst er að með yfirfærslu starfsemi SES liggja vænleg tækifæri til samlegðar með öðrum verkefnum og möguleikar til þróunar í málaflokknum því áfram ríkulegir.

Að lokum má geta þess að innan tíðar opnar nýr stafrænn vettvangur með fræðslu- og stuðningsefni fyrir börn en verið er að vinna að þýðingu og staðfæringu efnisins, hægt er að forskoða vefinn hér https://sesnxt.is/