Nýr stafrænn vettvangur fyrir börn sem alast upp á tveimur heimilum
26. nóvember 2024
Þann 14. nóvember var þemadagur BOFS haldinn á Nauthóli. Þar var kynntur glænýr stafrænn vettvangur fyrir börn sem alast upp á tveimur heimilinum.
Þessi vefur er byggður á sömu hugmyndafræði og www.samvinnaeftirskilnad.is og er aðgengilegur foreldrum og fagfólki þeim að kostnaðarlausu á Íslandi.
Það var fullur salur af fagfólki alls staðar af landinu sem gafst tækifæri til að hitta rannsakendur og helstu sérfræðinga SES í Danmörku en sálfræðingarnir dr. Sören Sander og Martin Skriver, báðir sérfræðingar í klínískri sálfræði ásamt Line Hartvig Rasch innleiðingarsérfræðingi SES í Danmörku héldu erindi á þemadeginum.
Auk þess að kynna nýja vefinn var helsta umfjöllunarefni dagsins, hvernig við getum fengið raddir barna til að endurspeglast betur í okkar vinnu og hvernig aukum við þátttöku barna í vinnu með fjölskyldum í viðkvæmri stöðu.
Hægt er að skoða vefinn hér https://sesnxt.is/ en hann verður að fullu aðgengilegur öllum börnum á Íslandi í byrjun árs 2025.