Markaðskönnun vegna húsnæðis fyrir börn með fjölþættan vanda
19. september 2025
FSRE leitar fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu að leiguhúsnæði fyrir börn með fjöllþættan vanda og nú er í gangi markaðskönnun sem við viljum vekja athygli á.

Leitað er eftir 5-10 herbergja íbúðarhúsnæði, helst í nýlegu eða viðhaldslitlu húsnæði í góðu ástandi.
Til greina koma bæði íbúðir og/eða sérbýli. Hver leigueining þarf að vera 180-320 fm. (samtals allt að 1.200 fm.).
Æskilegt er að fleiri en ein eining séu saman í þyrpingu en ekki fleiri en þrjár í sömu byggingu.
Óskað er eftir húsnæði sem er ekki lengra en u.þ.b. 100 km. frá höfuðborgarsvæðinu eða u.þ.b. 50 km. frá Akureyri.
Nánari upplýsingar um skilyrði og tilhögun útboðs má finna á heimasíðu FSRE.
