Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Leiðrétting fréttar á ruv.is

5. maí 2025

Vegna fréttar rúv.is sem ber yfirskriftina „Stuðlar eina úrræðið fyrir börn sem fremja afbrot“ og var birt 5. maí vill Barna- og fjölskyldustofa koma á framfæri leiðréttingu.

Börn sem sæta gæsluvarðhaldi eða eru í afplánun skulu, samkvæmt 79. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, vistast í úrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu. Meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu eru Bjargey, Blönduhlíð og Stuðlar. Í hverju tilviki er metið hvaða staður hentar best fyrir hvern skjólstæðing. Í haust mun Lækjarbakki opna aftur og það er einnig úrræði sem rekið er á grundvelli 79. gr. barnaverndarlaga. Yfirskriftin á fréttinni er því ekki rétt.