Fyrsta farsældarráðið á Íslandi stofnað
24. júní 2025
Farsældarráð Suðurnesja, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, var formlega stofnað þann 23. júní 2025.

Ráðinu er ætlað að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur, meðal annars með því að styrkja samstarf og tryggja jöfn tækifæri barna til þátttöku, náms og félagslegrar virkni þvert á kerfi. Sveitarfélögin sem standa að ráðinu eru Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkurbær og Vogar.