Fara beint í efnið
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Framkvæmdaáætlun í barnavernd

28. desember 2023

Börn í öndvegi í allri nálgun

Bókastafli

Framkvæmdaáætlun í barnavernd 2023–2027 var samþykkt á Alþingi í um miðjan desember. Framkvæmdaáætlunin miðar að umfangsmikilli endurskoðun og úrbótum á þjónustu við börn og að börnin verði í öndvegi í allri nálgun. Hún leggur áherslu á mannréttindi og samfélagsþátttöku barna og að hver og ein aðgerð í áætluninni taki mið af öllum börnum óháð kynþætti, þjóðerni, trú, lífsskoðun, fötlun og kynhneigð.

Aðgerðir framkvæmdaáætlunarinnar eru eftirfarandi:

  • Heildarendurskoðun á barnaverndarlögum

  • Meðferðarúrræði utan meðferðarheimila

  • Meðferðarfóstur

  • Eflt og bætt verklag í barnaverndarþjónustu

  • Gæðaviðmið fyrir barnaverndarþjónustu

  • Endurskoðun verklags vegna móttöku og þjónustu við fylgdarlaus börn

  • Könnun alvarlegra atvika

  • Rannsóknir á sviði barnaverndar

  • Húsnæði fyrir þjónustu í þágu farsældar barna

  • Eftirfylgni og innleiðing verkefna