Fara beint í efnið
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

2. febrúar 2024

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Farsældarskólinn

Á framhaldsnámskeiði tengiliða farsældar verður byggt ofan á grunnnámskeiðið sem gefið var út í apríl 2023. Á framhaldsnámskeiðinu verður kafað enn dýpra ofan í hlutverkið og áskoranir sem því fylgja. Einnig verður farið yfir hagnýtar aðferðir og verkfæri sem tengiliðir geta nýtt í vinnu sinni með börnum og foreldrum. Í lokin eru nokkur kennsludæmi þar sem tengiliðir fá tækifæri til að reyna sig áfram í lausn áskoranna sem börn og foreldrar geta glímt við. Dæmin eru sett fram í leikjasniði og stuðst er við gervigreind.

Þrátt fyrir að námskeiðin sé ætlað tengiliður farsældar er öllum þeim sem vinna með börnum og fjölskyldum eða hafa áhuga á málefninu velkomið að fara í gegnum þau.

Hægt er að nálgast námskeið í Farsældarskóla BOFS.

Ef framhaldsnámskeiðið birtist ekki á skjánum þarf að ýta á flipann „Öll námskeið“ uppi í hægra horninu.