Fimm hundruð milljónir til sveitarfélaga í aðgerðum gegn ofbeldi meðal barna
11. nóvember 2025
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur úthlutað 474 milljónum króna til sveitarfélaga um land allt til að efla farsæld barna og sporna gegn þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna.

Alls bárust 119 umsóknir frá 37 sveitarfélögum, og fengu 14 sveitarfélög styrk fyrir 15 samstarfsverkefni sem leggja áherslu á forvarnir, snemmtæka íhlutun og þverfaglegt samstarf.
Meðal þeirra sem hlutu styrk eru:
Bráða- og viðbragðsteymi vegna ofbeldis meðal barna á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við lögreglu og Barna- og fjölskyldustofu.
FORNOR – sameiginleg forvarnaráætlun sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Ávísun á farsæld á Suðurnesjum – snemmtæk íhlutun og samþættur stuðningur við börn og ungmenni.
Þetta er mikilvægt framlag til að styðja við heildstæða nálgun stjórnvalda og samstarfsaðila í aðgerðum gegn ofbeldi meðal og gegn börnum."
