Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Ert þú fyrrum fósturbarn eða varst þú vistuð/vistaður/vistað utan heimilis sem barn?

28. ágúst 2025

- Hefur þú búið við ótryggar heimilisaðstæður eða jafnvel heimilisleysi? - Ertu á aldrinum 18-24 ára? - Vilt þú taka þátt í viðtalsrannsókn?

Danska rannsóknarmiðstöðin VIVE leiðir rannsókn á reynslu og upplifun af heimilisleysi meðal ungs fólks á aldrinum 18-24 ára sem hafa verið í fóstri eða vistun. Rannsóknin er hluti af stærra norrænu verkefni sem kallast Könnun á heimilisleysi meðal þeirra sem hafa verið vistuð utan heimilis (e. Exploring Homelessness Among Care Leavers (HACL)).

Ábyrgðaraðilar á Íslandi eru Freydís Jóna Freysteinsdóttir, prófessor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Eva Dögg Sigurðardóttir, lektor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Barna- og fjölskyldustofu.

Þessi rannsókn miðar að því að veita innsýn inn í reynslu ungs fólks sem hafa verið í fóstri eða annarri vistun utan heimilis, af heimilisleysi og á það einnig við um þau sem hafa búið við ótryggar heimilisaðstæður.

Viðtöl verða tekin við ungt fólk í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Viðtalið mun taka um það bil eina klukkustund.

Skráning og allar frekari upplýsingar má finna með því að skanna QR kóðann eða hafa samband við Freydísi eða Evu:

Freydís: fjf@hi.is 868 6242

Eva: eds@hi.is 868 5916

Þátttakendraur fá gjafabréf að upphæð kr. 5000 í Kringlunni sem þakklætisvott fyrir að taka þátt.