Börn á flótta - málþing um stöðu og velferð barna á flótta
27. ágúst 2025
Barna- og fjölskyldustofa, Rauði krossinn og UNICEF fengu árið 2023 styrk til að standa fyrir fræðslu um börn á flótta, áföll og það hvernig lög um samþættingu í þágu farsældar barna geti stutt við börn sem hingað koma á flótta.

Fræðslan var sérstaklega hugsuð fyrir kennara og annað starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla. Fræðslan var tekin upp og má finna hana hér. Í tilefni af útgáfu fræðslunnar var haldið málþing í Norræna húsinu í ágúst 2024 undir yfirskriftinni “Börn á flótta – Stuðningur við börn á flótta í íslensku skólakerfi”.
Nú stendur til að endurtaka leikinn 28. ágúst nk. kl. 14-16 í Norræna húsinu, en yfirskrift málþingsins þetta árið er “Börn á flótta - málþing um stöðu og velferð barna á flótta"
Hlekk á stremi frá ráðstefnunni má finna hér: https://vimeo.com/event/5242867
