Auglýsing um rannsókn - Upplifun og reynsla foreldra barna með fjölþættan vanda - þín rödd skiptir máli
17. október 2025
Jasmine Cherrise Hauksdóttir, MA nemandi leitar að foreldrum til að taka þátt í rannsókn sem er hluti af meistaraverkefni í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun og reynslu foreldra barna með fjölþættan vanda af þeim stuðningi og þeirri fræðslu sem þau hafa fengið í gegnum tíðina.
Tilgangur rannsóknarinnar er að greina hvers konar stuðnings er ábótavant og í því tilliti skoða hvort og hvernig foreldrafræðsla getur komið inn sem viðbót við önnur stuðningsúrræði sem standa foreldrum nú þegar til boða.
Skilgreining á fjölþættum vanda: Börn sem glíma við fleiri en eitt vandamál. Börn og unglingar sem glíma bæði við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda og alvarlegar þroska- og/eða geðraskanir.
Hvað felst í þátttöku foreldris?
• Viðtal við rannsakanda
• Í viðtalinu færð foreldri tækifæri til að segja frá sinn reynslu og upplifun af þeim stuðningi sem barn þess hefur fengið
Allar upplýsingar eru trúnaðarmál og unnið verður með gögn samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018
Mikilvægi rannsóknarinnar
Reynsla og innsýn foreldra er ómetanleg til að bæta þjónustu og stuðning við börn og fjölskyldur þeirra í framtíðinni.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt eða vilt fá nánari upplýsingar, hafðu samband við:
Jasmine Cherrise Hauksdóttir
Netfang: jch4@hi.is
Sími: 789-3784
