Fara beint í efnið

Persónuverndarlög og þín réttindi

Á þessari síðu

Persónuupplýsingar

Allar upplýsingar sem tengjast einstaklingi og er hægt að nota til að auðkenna hann falla undir persónuverndarlög.

Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru allar upplýsingar sem hægt er að nota til að persónugreina einstakling, eins og:

  • nafn

  • kennitala

  • mynd

  • staðsetningargögn

eða annað sem hægt er að tengja við einstakling. Upplýsingar verða að vera nægilega nákvæmar til að hægt sé að átta sig á hverjum þær tilheyra.

Allar upplýsingar sem tengjast einstaklingi og er hægt að nota til að auðkenna hann falla undir persónuverndarlög.

Samsetning upplýsinga

Samansafn upplýsinga sem saman leiða til þess að upplýsingar eiga eingöngu við um þig geta verið persónnuupplýsingar.

Viðkvæmar persónuupplýsingar

Það er sterkari réttarvernd fyrir viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem:

  • kynþátt og þjóðerni

  • stjórnmála-, trúar- og lífsskoðanir

  • aðild að stéttarfélagi

  • heilsufarsupplýsingar

  • upplýsingar um kynlíf eða kynhneigð

  • erfðafræðilegar upplýsingar

  • lífkennaupplýsingar, til dæmis andlitsmyndir eða fingraför þegar þau eru notuð til auðkenningar

Í grundvallaratriðum er bannað að vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, en það eru nokkrar undantekningar.

Upplýsingar sem eru viðkvæms eðlis

Sumar upplýsingar eru viðkvæms eðlis, þótt þær falli ekki undir skilgreiningu persónuverndalaganna um viðkvæmar upplýsingar, svo sem:

  • félagsleg staða

  • fjárhagsleg staða

  • hjúskaparstaða

  • barnaverndamál

Upplýsingar um refsiverðaháttsemi

Upplýsingar um refsiverða háttsemi einstaklinga teljast ekki viðkvæmar persónuupplýsingar. Samt eru sérstakar öryggisráðstafanir varðandi vinnslu slíkra upplýsinga.

Þjónustuaðili

Persónu­vernd

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820