Fara beint í efnið

Flytja persónuupplýsingar

Flutningsréttur

Einstaklingar eiga rétt á að fá persónuupplýsingar, sem þeir hafa afhent ábyrgðaraðila, á skipulögðu, almennu og tölvulesanlegu sniði, til að afhenda öðrum ábyrgðaraðila án hindrunar.

Slíkt gæti til dæmis átt við þegar upplýsingar hafa verið skráðar í prófil einstaklings á samfélagsmiðli og hann vill flytja þær til annars slíks miðils.

Flutningsréttur á við

Flutningur persónuuupplýsinga á við þegar:

  • vinnsla upplýsinganna byggist á samþykki viðkomandi einstaklings eða samningi.

  • vinnslan er sjálfvirk.

  • flutningur upplýsinganna er tæknilega framkvæmanlegur.

Flutningsréttur eigin gagna hefur ekki áhrif á réttinn til eyðingar (réttinn til að gleymast). Rétturinn til að flytja eigin gögn skal ekki skerða réttindi og frelsi annarra.

Gögn sem flutningsréttur á við

Flutningsréttur á við um gögn sem þú hefur gefið eða skrifað, eins og nafn, netfang, notendanafn og lykilorð. Einnig um þær upplýsingar sem safnað hefur verið um notkun þína, eins og:

  • hvaða tæki eða þjónustu þú notar

  • vefnotkunar- og leitarsögu

  • staðsetningar- og ferðagögn

  • upplýsingar um þig sem skrást við notkun stafræns búnaðar sem þú ert með á þér líkt og heilsuúrum

  • aðrar hráar og óunnar upplýsingar

Flutningsrétturinn gildir ekki um afleidd gögn

Afleidd gögn sem ábyrgðaraðili gæti hafa útbúið á grundvelli þeirra upplýsinga sem stafa frá einstaklingnum sjálfum. Þetta geta verið gögn eins og:

  • skýrslur um lánshæfi, sem skylt er að gera á grundvelli löggjafar um neytendalán, og

  • áhættumat sem áskilið er í löggjöf um aðgerðir gegn peningaþvætti.

Ef afleidd gögn innihalda persónuupplýsingar, falla þær undir aðgangsrétt.

Þjónustuaðili

Persónu­vernd

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820