Mótmæla notkun persónuupplýsinga þinna
Á þessari síðu
Andmælaréttur
Réttur til að mótmæla veitir þér heimild til að koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þínar eru notaðar eða unnar í ákveðnum tilgangi.
Afgreiðslutími
Fyrirtæki eða stofnun verður að bregðast við eins fljótt og hægt er og ekki seinna en 1 mánuði frá því að beiðnin barst.
Við ákveðnar aðstæður má lengja frestinn um 2 mánuði. Í þessu tilviki verður að upplýsa þig:
innan 1 mánaðar frá beiðni þinni
um hvers vegna það er seinkun
rétt til að leggja fram kvörtun til Persónuverndar.
Réttur til að mótmæla notkun persónuupplýsinga á við
Þú getur mótmælt vinnslu persónuupplýsinga þinna við ákveðnar aðstæður:
Markaðssetning
Þú getur ávallt mótmælt notkun persónuupplýsinga þinna í beinni markaðssetningu. Þetta á við hvort sem markaðssetningin er byggð á lögmætum hagsmunum, samþykki eða öðrum grunni. Þegar þú mótmælir þarf fyrirtækið tafarlaust að hætta allri vinnslu tengdri markaðssetningu.
Lögmætir hagsmunir
Ef persónuupplýsingar þínar eru unnar á grundvelli „lögmætra hagsmuna“ fyrirtækis eða stofnunar, getur þú mótmælt þessari vinnslu. Hins vegar getur fyrirtækið haldið áfram með vinnsluna ef það getur sýnt fram á yfirgnæfandi lögmæta ástæðu fyrir vinnslunni sem vegur þyngra en réttindi þín og frelsi.
Opinber verkefni
Ef vinnslan er gerð í þágu opinberra verkefna eða vegna opinbers valds, getur þú mótmælt vinnslunni.
Bannskráning og bannmerking
Ekki má hafa samband við einstaklinga vegna markaðsetningar sem eru:
Þá er bannað að hringja, senda SMS og tölvupóst við markaðssetningu ef ekkert viðskiptasamband er á milla aðila.
Einstaklingar eiga alltaf rétt á að mótmæla þó viðskiptasamband sé fyrir hendi.
Undantekning
Persónuvernd hefur litið svo á að ekki sé hægt að gera kröfu til sendanda markaðsefnis að bera saman við bannskrá þegar:
markaðssetningarefni er beint að starfsmanni fyrirtækis, og sendandi er eingöngu með nafn viðkomandi starfsmanns undir höndum.
Ábyrgð fyrirtækja og stofnanna
Ábyrgðaraðili er sá sem vinnur með upplýsingarnar.
Ábyrgðaraðili þarf að kanna hvort viðkomandi einstaklingur hafi með tilkynningu til Þjóðskrár eða bannmerkingu í símaskrá, andmælt notkun á nafni sínu við markaðssetningu.
Ábyrgðaraðili má afhenda félaga-, nemenda-, starfsmanna- eða viðskiptamannaskrár til nota við beina markaðssetningu ef hann hefur gefið einstaklingum kost á að andmæla því að nafn hans verði á skránni. Afhending gagna má þó ekki fara gegn félagssamþykktum eða starfsreglum sem gilda hjá ábyrgðaraðila.
Eftirlit
Persónuvernd og Þjóðskrá hafa eftirlit með því að aðilar í markaðssetningu virði bannmerkingu í þjóðskrá.
Fjarskiptastofa hefur eftirlit með að aðilar virði bannmerkingu (x-merkingu) í símaskrá.
Þjónustuaðili
Persónuvernd