Fara beint í efnið

Mótmæla notkun persónuupplýsinga þinna

Á þessari síðu

Andmælaréttur

Réttur til að mótmæla veitir þér heimild til að koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þínar eru notaðar eða unnar í ákveðnum tilgangi.

Afgreiðslutími

Fyrirtæki eða stofnun verður að bregðast við eins fljótt og hægt er og ekki seinna en 1 mánuði frá því að beiðnin barst.

Við ákveðnar aðstæður má lengja frestinn um 2 mánuði. Í þessu tilviki verður að upplýsa þig:

  • innan 1 mánaðar frá beiðni þinni

  • um hvers vegna það er seinkun

  • rétt til að leggja fram kvörtun til Persónuverndar.

Réttur til að mótmæla notkun persónuupplýsinga á við

Þú getur mótmælt vinnslu persónuupplýsinga þinna við ákveðnar aðstæður:

  • Markaðssetning

Þú getur ávallt mótmælt notkun persónuupplýsinga þinna í beinni markaðssetningu. Þetta á við hvort sem markaðssetningin er byggð á lögmætum hagsmunum, samþykki eða öðrum grunni. Þegar þú mótmælir þarf fyrirtækið tafarlaust að hætta allri vinnslu tengdri markaðssetningu.

  • Lögmætir hagsmunir

Ef persónuupplýsingar þínar eru unnar á grundvelli „lögmætra hagsmuna“ fyrirtækis eða stofnunar, getur þú mótmælt þessari vinnslu. Hins vegar getur fyrirtækið haldið áfram með vinnsluna ef það getur sýnt fram á yfirgnæfandi lögmæta ástæðu fyrir vinnslunni sem vegur þyngra en réttindi þín og frelsi.

  • Opinber verkefni

Ef vinnslan er gerð í þágu opinberra verkefna eða vegna opinbers valds, getur þú mótmælt vinnslunni.

Bannskráning og bannmerking

Ekki má hafa samband við einstaklinga vegna markaðsetningar sem eru:

Þá er bannað að hringja, senda SMS og tölvupóst við markaðssetningu ef ekkert viðskiptasamband er á milla aðila.

Einstaklingar eiga alltaf rétt á að mótmæla þó viðskiptasamband sé fyrir hendi.

Undantekning

Persónuvernd hefur litið svo á að ekki sé hægt að gera kröfu til sendanda markaðsefnis að bera saman við bannskrá þegar:

  • markaðssetningarefni er beint að starfsmanni fyrirtækis, og sendandi er eingöngu með nafn viðkomandi starfsmanns undir höndum.

Ábyrgð fyrirtækja og stofnanna

Ábyrgðaraðili er sá sem vinnur með upplýsingarnar.

  • Ábyrgðaraðili þarf að kanna hvort viðkomandi einstaklingur hafi með tilkynningu til Þjóðskrár eða bannmerkingu í símaskrá, andmælt notkun á nafni sínu við markaðssetningu.

  • Ábyrgðaraðili má afhenda félaga-, nemenda-, starfsmanna- eða viðskiptamannaskrár til nota við beina markaðssetningu ef hann hefur gefið einstaklingum kost á að andmæla því að nafn hans verði á skránni. Afhending gagna má þó ekki fara gegn félagssamþykktum eða starfsreglum sem gilda hjá ábyrgðaraðila.

Eftirlit

Þjónustuaðili

Persónu­vernd

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820