Fara beint í efnið

Menntun

Menningarminjasöfn og önnur söfn

„Safn er stofnun sem hefur það hlutverk að safna heimildum um manninn, sögu hans, umhverfi og náttúru landsins, standa vörð um þær, rannsaka, miðla upplýsingum og hafa til sýnis....” Úr fjórðu grein safnalaga.

Byggða-, minja- og önnur söfn

Þjóðminjasafn Íslands er miðstöð þjóðminjavörslu og höfuðsafn á sviði rannsókna á menningarsögulegum minjum. Sýningar Þjóðminjasafnsins samanstanda af grunnsýningu og nokkrum sérsýningum hverju sinni sem og ljósmyndasýningum.

Börn yngri en 18 ára þurfa ekki að greiða aðgangseyri og í boði er afsláttur fyrir eldri borgara, öryrkja, námsmenn og hópa.

Fjölmörg minja-, byggða- og fagsöfn eru vítt og breytt um landið. Almenningur greiðir oftast aðgangseyri, en börn undir vissum aldri, hópar, eldri borgarar og öryrkjar fá víðast hvar afslátt. Ókeypis aðgangur er að sumum safnanna einn dag í viku. Nánari upplýsingar eru á vefjum safna.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir