Löggeymsla eigna í áfrýjunarmálum
Þegar dómur eða úrskurður um peningagreiðslu fellur og er áfrýjað til æðra dómstigs, getur kröfuhafinn lagt fram beiðni um löggeymslu til sýslumanns. Þá eru ákveðnar eignir skuldarans teknar í tímabundna löggeymslu til tryggingar greiðslu kröfunnar á meðan beðið er niðurstöðu æðra dóms.
Þetta er gert til að tryggja hagsmuni kröfuhafa og auka líkur á því að hann fái skuld sína greidda.
Löggeymsla hefur svipuð réttaráhrif og fjárnám.
Ef dómur um peningagreiðslu er staðfestur, getur kröfuhafi innheimt með fjárnámi ef hann fær skuldina ekki greidda með öðrum hætti og fellur löggeymslan þá niður. Löggeymsla gengur fyrir fjárnámi sem síðar er gert í sömu eign.
Ef dómurinn fæst ekki staðfestur og skuldarinn er sýknaður, fellur löggeymslan niður. Skuldarinn getur þá átt rétt á skaðabótum frá upphaflega kröfuhafanum.
Kostnaður
Gjald fyrir löggeymslu er 13.000 kr. Gjaldið fæst ekki endurgreitt þótt beiðni sé afturkölluð eða ekkert verði af löggeymslunni.
Hafni sýslumaður beiðni um löggeymslu er hægt að kæra ákvörðun hans til héraðsdóms.
Lög og reglugerðir
Þjónustuaðili
Sýslumenn