Þú getur sótt um tímabundna fjárhagsaðstoð hjá Tryggingastofnun vegna fjarveru frá vinnu eða námi vegna líffæragjafar.
Skilyrði
Til að sækja um fjárhagsaðstoð vegna líffæragjafar þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
eiga lögheimili á Íslandi,
vera óvinnufær vegna líffæragjafar,
gera hlé á námi vegna líffæragjafar.
Skilyrði líffæragjafa eftir aðstæðum
Þar að auki þarft þú að uppfylla mismunandi skilyrði miðað við þínar aðstæður:
Umsóknarferli
Svona sækir þú um
Smelltu á Sækja um
Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
Veldu Umsóknina Fjárhagsaðstoð vegna líffæragjafar
Hakaðu við flokkinn Önnur réttindi
Fylltu út umsóknina og hengdu við fylgigögn ef þú ert með þau tiltæk.
Smelltu á Senda umsókn
Athugaðu að skrá frá hvaða tíma sótt er um.
Vinnslutími umsókna
Þú getur fylgst með stöðu umsókna á Mínum síðum undir Staða umsókna. Ef það vantar gögn færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum undir Mín skjöl.
Vinnslutími annarra umsókna
Niðurstaða
Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.
Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.
Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:
óskað eftir rökstuðningi á Mínum síðum TR,
sent erindi til umboðsmanns viðskiptavina TR ,
Fyrirkomulag greiðslna
Þú getur fengið greitt í allt að 3 mánuði og eru greiðslurnar greiddar eftir á í lok mánaðar.
Greiðslur falla niður eða réttur ekki til staðar
Réttur til greiðslna fellur niður eða er ekki til staðar ef þú ert:
á atvinnuleysisbótum á sama tímabili,
færð fæðingarorlofsgreiðslur eða fæðingarstyrk,
færð lífeyrisgreiðslur frá TR,
færð foreldragreiðslur frá TR.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun