Fara beint í efnið

Fjárhagsaðstoð vegna líffæragjafar

Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna líffæragjafar

Fjárhæðir

Á vinnumarkaði:

  • Greiðslur eru tekjutengdar og miðast við 80% af meðaltali launa tekjuárs á undan því ári sem líffæragjöfin er framkvæmd. Á þetta bæði við um launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga.

  • Hámarksfjárhæð tekjutengdra greiðslna í hverjum mánuði getur hæst verið 535.700 krónur fyrir skatt en lágmarksfjárhæð tekjutengdra greiðslna aldrei lægri en 134.300 krónur fyrir skatt.

  • Líffæragjafi greiðir að lágmarki 4% í lífeyrissjóð en TR greiðir 8% mótframlag. Þú getur einnig óskað eftir því að greiða í viðbótarlífeyrissparnað og til stéttarfélags.

Í námi:

Sá sem er í námi getur átt rétt á fastri greiðslu sem nemur 134.300 krónur á mánuði fyrir skatt.

Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna líffæragjafar

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun