Fara beint í efnið

Fjárhagsaðstoð vegna líffæragjafar

Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna líffæragjafar

Á þessari síðu

Líffæragjafi á vinnumarkaði

Öllum umsóknum verða að fylgja eftirfarandi gögn og umsækjendur verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði.

Skilyrði

Skilyrði greiðslna til líffæragjafa á vinnumarkaði eru:

  • Þú verður að hafa unnið í 6 mánuði eða lengur á innlendum vinnumarkaði.

  • Starfshlutfallið verður að hafa verið að lágmarki 25%.

  • Starfshlutfall sjálfstætt starfandi einstaklinga miðast við skil á tryggingagjaldi.

Fylgigögn

Með umsókn þurfa að fylgja eftirfarandi gögn:

  • vottorð sérfræðings sem annast líffæragjöfina þar sem fram kemur hve lengi og hvenær líffæragjafi verður frá vinnu,

  • staðfesting vinnuveitanda á að störf hafi verið lögð niður,

  • staðfesting vinnuveitanda á að launagreiðslur hafi fallið niður,

  • staðfesting vinnuveitanda á starfstímabili og starfshlutfalli,

  • tekjuáætlun,

  • upplýsingar um mögulega nýtingu persónuafsláttar, hægt er að skrá nýtinguna á Mínum síðum TR.

Fjárhæð

Greiðslur eru tekjutengdar og miðast við 80% af meðaltali launa tekjuárs á undan því ári sem líffæragjöfin er framkvæmd. Á þetta bæði við um launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga.

Hámarksfjárhæð tekjutengdra greiðslna í hverjum mánuði getur hæst verið 535.700 krónur fyrir skatt en lágmarksfjárhæð tekjutengdra greiðslna aldrei lægri en 134.300 krónur fyrir skatt.

Líffæragjafi greiðir að lágmarki 4% í lífeyrissjóð en TR greiðir 8% mótframlag. Þú getur einnig óskað eftir því að greiða í viðbótarlífeyrissparnað og til stéttarfélags.

Aftur til vinnu

Komi til þess að þú kemur til baka í lægra starfshlutfall eða þarft að minnka við þig starfshlutfall en var fyrir líffæragjöfina getur þú átt rétt á hlutfallslegum greiðslum.

Skilyrði og fylgigögn vegna hlutfallslegra greiðslna

Þú þarft að skila inn eftirfarandi gögnum:

  • Lækkun á starfshlutfall vegna líffæragjafarinnar.

  • Vottorð læknis sem annast líffæragjöfina þarf að fylgja.

Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna líffæragjafar

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun