Fara beint í efnið

Fjárhagsaðstoð vegna líffæragjafar

Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna líffæragjafar

Á þessari síðu

Líffæragjafi í námi

Öllum umsóknum verða að fylgja eftirfarandi gögn og umsækjendur verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði.

Skilyrði

Skilyrði greiðslna til líffæragjafa í námi er að:

  • hafa verið í 75-100% námi í 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum áður en hlé var gert á námi,

  • eiga lögheimili hér á landi þegar gert er hlé á námi vegna líffæragjafar og það tímabil sem greitt er fyrir.

Heimilt er að veita undanþágu frá skilyrði um lögheimili hafi líffæragjafi flutt lögheimili sitt tímabundið vegna náms erlendis eftir að hafa átt lögheimili á Íslandi samfellt í að minnsta kosti 5 ár áður.

Fylgigögn

Með umsókn þurfa að fylgja eftirfarandi gögn:

  • vottorð sérfræðings sem annast líffæragjöfina þar sem fram kemur tímabil sem líffæragjafi þarf að gera hlé á námi,

  • staðfesting frá skóla á að líffæragjafi hafi gert hlé á námi,

  • staðfesting frá skóla á fyrri skólavist líffæragjafa,

  • tekjuáætlun,

  • upplýsingar um mögulega nýtingu persónuafsláttar, hægt er að skrá nýtinguna á Mínum síðum TR.

Fjárhæð

Sá sem er í námi getur átt rétt á fastri greiðslu sem nemur 134.300 krónur á mánuði fyrir skatt.

Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna líffæragjafar

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun