Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Tækniupplýsingaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar öflun upplýsinga af ökutæki, staðfestingu á upplýsingum um ökutæki og um breytingar á skráningu ökutækja í tengslum við opinberar skoðanir þeirra (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B (og C)

    Efni kaflans

    Skráning í textareiti á US.111

    Textareitir geta verið skráðir sem bókstafir eingöngu eða blanda af bókstöfum, tölstöfum og öðrum rittáknum. Gildi eru fengin með aflestri af ökutækinu (af upplýsingaspjöldum eða merkingum) eða með mælingum (málband).

    Gildin eru tilkynnt af skoðunarstofu ökutækja í tengslum við skráningarskoðun eða breytingaskoðun (eða leiðréttingar) á rafrænu eyðublaði US.111. Þegar skylda er að skrá gildið og upplýsingar um það liggja ekki fyrir við skráningaskoðun eða breytingarskoðun, skal skoðun og skráningu ökutækisins hafnað.


    Stærð hjólbarða

    Stærð hjólbarða er lesin af hjólbörðunum sjálfum.

    • Stærð hjólbarða x. ás (merking á hjólbarða): Stærð hjólbarða eins og það er skráð á hjólbarðann (og alltaf reiknað með að það sé sama hjólbarðastærð á öllum hjólbörðum sama áss þótt það finnist frávik frá þeirri reglu). Þetta geta því verið allskonar áletranir sem almennt gefa upplýsingar um þvermál, breidd og felgustærð. Alls eru þetta fimm reitir (fyrir fyrstu fimm ása ökutækisins, afgangurinn er tilkynntur í athugasemdareit).

    Skráning eða breyting á hjólbarðastærðum ökutækja getur verið eftirfarandi ástæðum (meðal annars):

    • Við forskráningu vantar þessar stærðir stundum (eða eru ónákvæmar) og þá er skoðunarstofu látið eftir að skrá þau í tengslum við nýskráningu (mega ekki vera auð).

    • Við breytingu á hjólbarðastærð umfram 10% á að skrá nýja hjólbarðastærð sem viðurkennd verður á breyttri bifreið og hraðamælir hefur verið vottaður fyrir. Þarf ekki samþykki Samgöngustofu fyrirfram.


    Athugasemdir

    Í þessum reit getur skoðunarstofa komið skilaboðum til Samgöngustofu og útskýrt í hverju breytingar eru fólgnar ef það er ekki alveg augljóst. Afar mikilvægt er að þessi reitur sé nýttur til að einfalda og hraða samþykkt breytinga hjá Samgöngstofu og til að fyrirbyggja misskilning og óþarfa tafir.