Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Skráningar opinberra stofnana o.fl.

    Opinberar stofnanir geta hafa tiltekinn skráningaraðgang í ökutækjaskrá vegna starfsemi sinnar eða tilkynnt Samgöngustofu um skráningar með öðrum hætti. Sama getur átt við um aðra aðila sem samkvæmt lögum og reglum skulu tilkynna Samgöngustofu um tiltekin atriði er varða ökutæki.

    Skráning tjónaökutækja

    Ökutæki sem orðið hefur fyrir tjóni sem getur haft áhrif á aksturseiginleika þess og akstursöryggi. Hafi slíkt tjón orðið á ökutæki skal skilgreina og skrá ökutækið sem tjóna­ökutæki og notkun þess bönnuð. Ekki má taka slíkt ökutæki í notkun á ný nema að fram fari viðgerð á því af viðurkenndu réttingaverkstæði. Samgöngustofa annast skráningu á tjónaökutækjum sam­kvæmt tilkynningu frá tryggingafélögum. Tilkynningaskyld tjón eru þessi:

    • Tjón á ökutæki þegar tryggingafélagið bætir tjón þess að hluta eða öllu leyti, hvort sem það var vegna ábyrgðartryggingar eða kaskótryggingar.

    • Þegar ökutæki veldur tjóni, sem hefur ábyrgðartryggingu hjá tryggingafélaginu en ekki kaskótryggingu, og ætla má að tjón á ökutækinu geti verið tilkynningaskylt.

    Tilkynningar frá tryggingafélögum valda því að ökutæki eru merkt "Tjónaökutæki II" og er ekki hægt að fá þá merkingu endurmetna. Unnið skal eftir þeim verklagsreglum sem tilteknar eru í verklagsbók við tjónaendurmat í skoðunarhandbók ökutækja.