Fara beint í efnið

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. ágúst 2024 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Skráningar opinberra stofnana o.fl.

    Opinberar stofnanir geta hafa tiltekinn skráningaraðgang í ökutækjaskrá vegna starfsemi sinnar eða tilkynnt Samgöngustofu um skráningar með öðrum hætti. Sama getur átt við um aðra aðila sem samkvæmt lögum og reglum skulu tilkynna Samgöngustofu um tiltekin atriði er varða ökutæki.

    Efni kaflans

    Skráning á vinnuvél

    Vinnu­vél sem notuð verður til aksturs á opinberum vegum er skráningarskyld í ökutækjaskrá (frá 1. september 2021). Vinnueftirlitið sér sjálft um skráninguna í ökutækjaskrá uppfylli hún skilyrði til skráningar.

    1. Samgöngustofa pantar skráningarmerki á lager og afhendir Vinnueftirlitinu.

    2. Vinnueftirlitið metur hvort skilyrði til skráningar séu uppfyllt og sendir þá inn skeyti um forskráningu til Samgöngustofu (með vefþjónustu) með nauðsynlegum upplýsingum.

    3. Þegar vinnuvélin er tilbúin til skráningar sendir Vinnueftirlitið skeyti um nýskráningu til Samgöngustofu (með vefþjónustu) og afhendir skráningarmerkið til ásetningar á vinnuvélina.

    Skilyrði til skráningar vinnuvélar

    Við skráningu vinnuvélar þarf að tryggja að hún uppfylli skilyrði til skráningar og skilað verði inn nauðsynlegum tæknilegum og öðrum upplýsingum.

    • Breidd vinnuvélar má ekki vera meiri en 2,55 m í akstri.

    • Hæð vinnuvélar má ekki vera meiri en 4,20 m í akstri.

    • Ljósabúnaður vinnuvélar skal vera í samræmi við kröfur til ljósabúnaðar dráttarvéla.

    • Sé hámarkshraði vinnuvélar í akstri undir 40 km/klst er æskilegt að hún hafi hægfaramerki að aftan (sjá um ljósabúnað dráttarvéla).


    Eigendaskipti á vinnuvél

    Tilkynning um eigendaskipti vinnuvéla fer fram hjá Vinnueftirlitinu. Um leið sendir Vinnueftirlitið skeyti til Samgöngustofu um nýjan eiganda (með vefþjónustu).


    Gjaldtaka

    • Gjald Samgöngustofu vegna umsóknar um forskráningu með rafrænum er 674 krónur fyrir sérhvert ökutæki.

    • Gjald Samgöngustofu fyrir nýskráningu á öktæki er nýskráningargjald 5.827 krónur og einnig skal innheimta umferðaröryggisgjald 500 krónur.

    • Gjald Samgöngustofu fyrir skráningu eigendaskipta er eigendaskiptagjald 2.372 krónur og einnig skal innheimta umferðaröryggisgjald 500 krónur.