Greiðsluþátttaka vegna túlkaþjónustu
Túlkaþjónusta fyrir sjúkratryggða einstaklinga.
Frá og með 1. janúar 2016 greiða Sjúkratryggingar fyrir túlkaþjónustu sjúkratryggðra einstaklinga. Listi yfir einstaklinga sem veita túlkaþjónustu má finna á heimasíðu Ríkiskaupa. Einstaklingur sem er sjúkratryggður á Íslandi á rétt á túlkaþjónustu.
Túlkaþjónustan er ætluð einstaklingi sem þarf aðstoð við að skilja upplýsingar um heilsufar sitt og þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarf á að halda. Skilyrði er að heilbrigðisstarfsmaður meti nauðsyn á túlkaþjónustu ef einstaklingur talar ekki íslensku eða notar táknmál.
Heilbrigðisstarfsmaður skal skipuleggja notkun túlkaþjónustu á eins hagkvæman hátt og kostur er.
Túlkaþjónustan getur farið fram í gegnum símtæki, fjarbúnað eða á staðnum. Túlkaþjónustan skal valda einstaklingi sem minnstum óþægindum og skal panta túlk fyrirfram ef ljóst er að einstaklingur skilur ekki íslensku eða notar táknmál.
Sjúkratryggingar greiða eingöngu fyrir túlkaþjónustu sem fer fram hjá sjálfstætt starfandi
heilbrigðisveitendum. Stofnanir og heilsugæslur greiða fyrir túlkaþjónustu sem fer fram þar.
Túlkun fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta annast Samskiptamiðstöð.
Greiðsla vegna túlkaþjónustu
Túlkur sendir reikning til Sjúkratrygginga, mánaðarlega, vegna veittrar þjónustu ásamt staðfestingu frá viðkomandi heilbrigðisstarfsmanni um nauðsyn túlks fyrir einstaklinginn.
Ef nauðsynlegt er að fá túlk inn á stofnun, fellur sá kostnaður á viðkomandi stofnun. Ef túlkaþjónusta er nauðsynleg fyrir ósjúkratryggðan einstakling fellur sá kostnaður á hann sjálfan.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar