Fara beint í efnið

Áður en veiðiferð hefst skal útgerð sjá til þess að báturinn hafi þær aflaheimildir sem duga fyrir ætluðum meðafla í veiðiferðinni.

Einnig er bent á að grásleppuveiðimenn geta nýtt sér heimild skv. 9. málsgrein, 11. greinar um stjórn fiskveiða til þess að ákveða að hluti af afla skipsins reiknist ekki til aflamarks þess og er hér átt við svokallaðan VS-afla.

Samkvæmt umræddri reglu skal sá hluti meðafla sem þannig reiknast ekki til aflamarks þó aldrei nema meira en 5% af botnfiskafla sem hlutaðeigandi skip veiðir á hverju fiskveiðiári. Heimildin er bundin þeim skilyrðum að aflanum sé haldið aðskildum frá öðrum afla og hann veginn sérstaklega og að aflinn sé seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði.  

Þannig skapa hver 400 kg sem landað er af heilli grásleppu-heimild til að landa 20 kg af kvótabundnum fiski sem VS-afla.

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Þjónustuaðili

Fiski­stofa