Fara beint í efnið

Grásleppuveiðileyfi

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Tilhögun veiða og merking veiðarfæra

Áður en veiðiferð hefst skal útgerð sjá til þess að báturinn hafi þær aflaheimildir sem dugi fyrir áætluðum meðafla.

Í sömu veiðiferð er óheimilt að stunda aðrar veiðar en hrognkelsaveiðar.

Á tímabilinu 1. - 20. mars er óheimilt að vera með fleiri net í sjó en hægt er að draga upp í einni veiðiferð.

Veiðitími

  • Grásleppunet skal ekki leggja fyrir klukkan 8:00 fyrsta dag gildandi leyfis.

  • Öll grásleppunet skal draga úr sjó fyrir lok leyfistímabils komi til þess að leyfi verði felld út gildi þegar hámarksafla er náð.

  • Grásleppunet skulu tekin á land síðasta dag sem grásleppuleyfi er í gildi. Ekki er heimilt að taka upp net eftir annan bát á fyrsta degi grásleppuleyfis.

Merkingar veiðarfæra

  • Netabaujur eiga allar að verktar með flaggi

  • Flöggin eiga vera merkt með umdæmis- eða skipaskrárnúmeri

  • Belgir eiga að vera merktir umdæmis eða skipaskrárnúmeri

  • Netatrossur eiga að vera númeraðar frá einum til fjölda trossa sem bátur á í sjó

  • Merkingar þurfa að vera stórar og skýrar

  • Merkja á hvern blýtein og flottein með skipaskrárnúmeri samkvæmt reglugerð um merkingu veiðarfæra og töpuð veiðarfæri

Teinalengd neta

  • Hverjum bát er heimilt að hafa samanlagða teinalengd að 7.500 metrum á vertíð.

  • Netalengd miðast við teinalengd(efritein/flottein) nets.

  • Eingöngu er heimilt að nota net með sömu teinalengd.

Net við friðlýst æðavarp

Sérstakar reglur gilda um netalagnir nálægt friðlýstu æðavarpi

Vitjun neta

Draga á net ekki seinna en þremur sólarhringum eftir að þau hafa verið lögð í sjó. Undantekning er þegar veður hamlar sjósókn, þá þarf skipstjóri að senda tilkynningu á grasleppa@fiskistofa.is um að ekki hafi verið hægt að sækja net vegna veðurs.

Á tímabilinu 1. - 20. mars á að draga grásleppunet ekki seinna en tveimur sólarhringum eftir að þau eru lögð í sjó. Netin á að draga upp og geyma ef útlit er fyrir að ekki sé hægt að draga næstu tvo sólarhringa vegna veðurs.

Týnd net

Tapist net í sjó skal slæða þau upp. Takist það ekki á skipstjóri að senda tilkynning til Landhelgisgæslunnar og til Fiskistofu og greina eins nákvæmlega og hægt er frá staðsetningu þeirra.

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Þjónustuaðili

Fiski­stofa