Fara beint í efnið

Heimilt er að veiða í 55 daga samfellt á hverju grásleppuveiðitímabili.

Sérstakar reglur fyrir tímabilið 1. til 20. mars:

  • þá telst hver löndun sem einn dagur.

  • bátur getur gert eitt hlé á veiðum fram yfir 20. mars.

  • Síðasti dagur til að óska eftir hléi er 20. mars og senda skal beiðnina á tölvupóstfangið grasleppa@fiskistofa.is.

  • Þann 21. mars hefjast þá samfelldir veiðidagar að frádregnum þeim dögum sem þegar hafa verið notaðir.

  • Þeir bátar sem hafa óskað eftir hléi, hjá þeim byrja dagar að telja þegar báturinn hefur veiðar aftur.

Veiðitímabilin er eftirfarandi, báðir dagar meðtaldir:

  • A. Faxaflói: 1. mars – 30. júní

  • B. Breiðafjörður 1: 1. mars – 30. júní

  • B. Breiðafjörður 2: 20. maí -12. ágúst

  • C. Vestfirðir: 1. mars – 30. júní

  • D. Húnaflói: 1. mars – 30. júní

  • E. Norðurland: 1. mars – 30. júní

  • F. Austurland: 1. mars – 30. júní

  • G. Suðurland: 1. mars – 30. júní

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Þjónustuaðili

Fiski­stofa