Heimilt er að veiða í 55 daga samfellt á hverju grásleppuveiðitímabili.
Sérstakar reglur fyrir tímabilið 1. til 20. mars:
þá telst hver löndun sem einn dagur.
bátur getur gert eitt hlé á veiðum fram yfir 20. mars.
Síðasti dagur til að óska eftir hléi er 20. mars og senda skal beiðnina á tölvupóstfangið grasleppa@fiskistofa.is.
Þann 21. mars hefjast þá samfelldir veiðidagar að frádregnum þeim dögum sem þegar hafa verið notaðir.
Þeir bátar sem hafa óskað eftir hléi, hjá þeim byrja dagar að telja þegar báturinn hefur veiðar aftur.
Veiðitímabilin er eftirfarandi, báðir dagar meðtaldir:
A. Faxaflói: 1. mars – 30. júní
B. Breiðafjörður 1: 1. mars – 30. júní
B. Breiðafjörður 2: 20. maí -12. ágúst
C. Vestfirðir: 1. mars – 30. júní
D. Húnaflói: 1. mars – 30. júní
E. Norðurland: 1. mars – 30. júní
F. Austurland: 1. mars – 30. júní
G. Suðurland: 1. mars – 30. júní
Þjónustuaðili
Fiskistofa