Fara beint í efnið

Gistináttaþjónusta / sjúkrahótel

Reykjavík

Þeir sem þurfa á gistingu í Reykjavík að halda er bent á að leita beint til sjúkrahótels Landspítala.

Einstaklingur greiðir ákveðinn hluta af kostnaði við dvöl þar samkvæmt reglugerð um dvöl á sjúkrahótel nr. 419/2019 með síðari tíma breytingum.

Fyrir hvern sólarhring er greiðsluhluti einstaklings 1.844 krónur Sjúkratryggingar taka ekki þátt í þeim kostnaði.

Akureyri

Sjúkratryggðir einstaklingar geta átt rétt á gistiþjónustu þegar þeir þurfa að dvelja fjarri heimili sínu vegna heilbrigðisþjónustu á Akureyri.

Tilvísun/beiðni frá lækni/hjúkrunarfræðingi/ljósmóður þarf að liggja fyrir áður en gisting er bókuð.

  • Hægt er að bóka gistingu í þann tíma sem tilvísun segir til um, þó háð því að það sé laust pláss á gististað. Beiðnina skal afhenda við innritun á gististað.

  • Gististaður hefur heimild til að óska eftir greiðslukortanúmeri til að tryggja greiðslu ef ekki er látið vita innan tilskilins frests ef hætt er við dvöl.

Beiðni um gistiþjónustu á Akureyri

Samningar eru á milli Sjúkratrygginga og eftirfarandi gististaða:

  • Hótel Akureyri, Hafnarstræti 67, 600 Akureyri
    - Gistihúsið Hrafninn, Brekkugötu 4, 600 Akureyri, sími 462 5600

  • Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf, sjúkraíbúðir, Austurbyggð 17, 600 Akureyri, sími 460 9100, opnunartími skrifstofu er virka daga frá kl. 8 – 15.

Einstaklingur greiðir ákveðinn hluta kostnaðar við dvöl samkvæmt sömu reglugerð og gildir um sjúkrahótel Landspítala: 429/2019 – Reglugerð um dvöl á sjúkrahóteli.

Fyrir hvern sólarhring er greiðsluhluti einstaklings 1.844, sem innifelur gistingu og fullt fæði. krónur. Sjúkratryggingar taka ekki þátt í þeim kostnaði.

Hjúkrunarþjónusta og fylgdarmenn

Gististaðir bjóða ekki uppá hjúkrunarþjónustu og verða dvalargestir að vera sjálfbjarga með athafnir daglegs lífs. Ef einstaklingar eru hreyfihamlaðir eða bundnir hjólastól, er gott að kynna sér fyrirfram aðstöðu hvers gististaðar vegna aðgengis fyrir fatlaða og aðstöðu fyrir fylgdarmann/aðstandanda. Fylgdarmaður greiðir 1.844. krónur á dag, gisti hann í sama herbergi. Ef einstaklingur yngri en 18 ára er í fylgd tveggja fylgdarmanna sem gista í sama herbergi greiða þeir samanlagt 1.844 krónur. Þjónustan er eingöngu fyrir þann sem sækir heilbrigðisþjónustu. Ef um er að ræða innlögn barns á sjúkrahús getur verið til staðar réttur forráðamanna til greiðslu ferðakostnaðar og/eða dvalarkostnaðar.

Ferðakostnaður

Upplýsingar um endurgreiðslu ferðakostnaðar sjá Ferðakostnað innanlands.

Undanþágur

Í ákveðnum tilvikum eru veittar undanþágur ef þörf er á dvöl lengur en 21 dag.

Ef fyrirséð er að einstaklingur þurfi að dvelja lengur en 21 dag á 12 mánaða tímbili er hægt að sækja um undanþágu fyrir framlengdri dvöl. Læknir/hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir sendir Sjúkratryggingum umsókn ásamt læknisvottorði og upplýsingum um hvaða heilbrigðisþjónusta er fyrirhuguð á umræddu undanþágutímabili.

Þurfi einstaklingur á reglubundinni læknismeðferð á sjúkrahúsi að halda til langs tíma, svo sem blóðskilunarmeðferð, fjarri heimili sínu og þarf af þeirri ástæðu að dvelja á sjúkrahóteli, er heimilt að veita honum undanþágu frá fyrrnefndum hámarksdvalartíma. Beiðni um undanþágu skal berast Sjúkratryggingum frá lækni eða hjúkrunarfræðingi í gegnum Gagnagátt og metur stofnunin hvort einstaklingur uppfylli skilyrði til undanþágu.

Gistináttaþjónusta / sjúkrahótel

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar