Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar dönsku lyfjastofnunarinnar á sýklalyfinu Dicillin/Staklox
Lyfjastofnun hefur birt frétt um bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar dönsku lyfjastofnunarinnar á bakteríumengun í sýklalyfinu Dicillin (hérlendis sérlyfið Staklox) sem bendir til að uppspretta mengunar sé í tækjabúnaði við framleiðslu á árinu 2022. Um var að ræða bakteríu sem er ónæm fyrir ýmsum sýklalyfjum en ekki öllum (karbapenemasa-myndandi).