Bólusetning gegn árlegri inflúensu ver einstaklinga ekki gegn fuglaflensu, en með bólusetningu einstaklinga í mikilli umgengni við fugla og spendýr sem geta smitast af inflúensu A er unnt að draga úr hættu á að sami einstaklingur smitist samtímis af fuglaflensuveiru og árlegri inflúensu A. Með því dregur úr hættu á að nýstárleg veira komi fram sem valdið getur faraldri í mönnum.