Fara beint í efnið

12. nóvember 2024

Talnabrunnur - 7. tölublað 2024

Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, hefur verið gefið út.

Talnabrunnur. Nýtt tölublað

Til umfjöllunar eru ópíóíðar sem afgreiddir voru gegn ávísun árið 2023 miðað við fyrri ár og samanburð Íslands við önnur Norðurlönd.

Jákvæð þróun varð í ávísunum og afgreiðslu á ópíóíðum á árinu 2023. Færri leystu út lyf í flokki ópíóíða það ár en árið á undan. Einnig er um að ræða minnsta magn miðað við mannfjölda, sem afgreitt hefur verið af ópíóíðum frá upphafi skráningar í lyfjagagnagrunn.

Greinarhöfundar eru Védís Helga Eiríksdóttir og Jóhann M. Lenharðsson

Frekari upplýsingar
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is