6. nóvember 2024
6. nóvember 2024
Ársskýrslur um skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini 2023
Embætti landlæknis hefur birt skýrslur fyrir árið 2023 um skimun fyrir leghálskrabbameini og skimun fyrir brjóstakrabbameini.
Í skýrslunum er birt gæðauppgjör út frá þeim gæðavísum sem valdir voru af embætti landlæknis eftir að núverandi fyrirkomulagi krabbameinsskimana var komið á. Þetta er í þriðja sinn sem gæðauppgjörið er birt. Í skýrslunum er meðal annars gerð grein fyrir tölum um boð og mætingu í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini á landsvísu árið 2023. Einnig er fjallað er um svartíma, niðurstöður rannsókna og nýgengi og dánartíðni vegna þessara krabbameina.
Helstu niðurstöður eru að þátttökuhlutfall í skimun fyrir brjóstakrabbameini var 56% árið 2023 og hækkaði um 4 prósentustig frá fyrra ári. Um langt árabil hefur hlutfallið hins vegar verið langt undir viðmiðunarmörkum um 75% mætingu, var hæst 62% árið 2020 en lægst 52% árið 2022.
Þegar skimun fyrir krabbameini í leghálsi er annars vegar sýna niðurstöður fyrir árið 2023 að um 62% kvenna mættu í skimun fyrir leghálskrabbameini sem er hækkun um eitt prósentustig frá fyrra ári.
Frekari upplýsingar
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is