Breytt verklag varðar þá sem lagt hafa stund á læknisfræði í öðru EES-ríki en ekki lokið tilskildum kröfum þess lands skv. III. kafla og V. viðauka tilskipunar 2005/36/EB, eða VII. viðauka við EES-samninginn, svo sem starfsþjálfunartíma. Frá og með deginum í dag munu þeir eiga kost á því að sækja um almennt lækningaleyfi hér á landi og fá nám sitt metið.