18. mars 2022
18. mars 2022
Snemmskráningu fyrir Norrænu lýðheilsuráðstefnuna lýkur þann 20 mars
Ráðstefnan er kjörinn vettvangur til þess að deila þekkingu og reynslu á sviði lýðheilsumála auk þess að efla fagleg tengsl og samstarf.
Ráðstefnan er kjörinn vettvangur til þess að deila þekkingu og reynslu á sviði lýðheilsumála auk þess að efla fagleg tengsl og samstarf. Norðurlöndin eiga margt sameiginlegt hvað varðar heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfi og því eru fjölmörg tækifæri til að læra hvert af öðru. Dagskrá ráðstefnunnar á erindi við þau sem starfa á vettvangi lýðheilsu, við rannsóknir, innan stjórnsýslu og allt áhugafólk um lýðheilsumál.
Mikill áhugi er á ráðstefnunni og fjölmörg ágrip voru send inn, því er ljóst að dagskráin verður bæði fjölbreytt og skemmtileg þar sem hver getur fundið margt við sitt hæfi. Nú þegar eru komin drög að dagskrá með aðalfyrirlesurum en heildardagskrá mun svo bætast við á næstunni. Snemmskráning á ráðstefnuna stendur nú yfir og lýkur þann 20.mars nk. en eftir það hækkar ráðstefnugjaldið. Dagskrá með aðalfyrirlesurum, hliðarviðburðum ásamt praktískum upplýsingum um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu hennar www.nphc2020.com
Ráðstefnan fer fram í sömu viku og tíunda Evrópuráðstefnan um jákvæða sálfræði með einum sameiginlegum ráðstefnudegi og þátttakendum gefst tækifæri til að skrá sig á báðar ráðstefnurnar. Það eru mörg tækifæri sem felast í því að tengja saman svið lýðheilsu og jákvæðrar sálfræði. Bæði svið vinna að því að auka vellíðan og lífsgæði með faglegum hætti sem byggja á vísindalegum grunni. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á www.ecpp2020.com
Skráning og allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar www.nphc2020.com