Ráðstefnan Tengjum ríkið var haldin í gær 26. september á Hilton þar sem TR og fleiri stofnanir kynntu stafræna vegferð sína ásamt Stafrænu Íslandi. TR hlaut viðurkenningu fyrir að hafa lokið átta stafrænum skrefum sem Stafrænt Ísland hefur skilgreint. Níunda og síðasta skrefið stígur TR þegar spjallmenni verður fljótlega tekið í notkun á vef TR á Ísland.is.