Fara beint í efnið

2. september 2024

Fræðslufundur 17. september um ellilífeyri

TR býður upp á fræðslufund þriðjudaginn 17. september kl. 16.00 – 18.00 í Hlíðasmára 11 um ellilífeyrismál. Á fundinum verður farið yfir allt sem snýr að umsóknum um ellilífeyri hjá TR, greiðslufyrirkomulag og fleira.

Tryggingastofnun - hausmynd

Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir, teymisstjóri ellilífeyris hjá TR kynnir umsóknarferlið og umgjörð ellilífeyrisgreiðslna hjá TR. Á fundinum setjum við fram góðan vegvísi fyrir þau sem eru að huga að starfslokum. Þetta þarf ekki að vera flókið og því kjörið að koma og kynna sér málin.

Við hvetjum öll sem telja sig þurfa upplýsingar um ellilífeyriskerfi almannatrygginga að mæta. Við biðjum þau sem ætla að koma að skrá sig hér.

Á fundinum gefst góður tími til að spyrja spurninga og fá góðar upplýsingar um ellilífeyri almannatrygginga.

Upptaka af kynningunni verður síðan aðgengileg á vef TR fyrir þau sem ekki geta komið í Hlíðasmárann.

Við hlökkum til að sjá ykkur.