Embætti landlæknis skipuleggur Velsældarþing sem fram fer í Hörpu dagana 11. og 12. júní 2024. Aðalgestgjafar þingsins eru forsætisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið en aðrir samstarfsaðilar eru Festa – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Efnahags- og framfarastofnunin (OECD), Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), Ríkisstjórnir um velsældarhagkerfi (Wellbeing Economy Governments eða WEGo) og Samtök um velsældarhagkerfi (Wellbeing Economy Alliance eða WEAll).